Tímin líður hratt

Mikið rosalega líður tíminn hratt og kannski bara eins gott akkúrat núna...Satt að segja verður það voðalega gott þegar þessi helgi er liðin. Svo tekur mánudagurinn við sem er er eiginlega einn af þessum spennandi dögum en þá fáum við einkunnir  síðustu annar.... spurning hvort það verður leiðinlegt eða skemmtilegt. Crying En það kemur í ljós. það er alltaf spennandi að sjá hvernig maður uppsker eftir svona törn eins og þessi önn er búin að vera. Ég held ég hafi aldrei síðan ég byrjaði hér hugsað eins oft um það hvort þetta hafi verið röng ákvörðun að fara í skólan hér, eins og núna síðustu daga. Kannski hefði ég átt að klára fullt af öðrum málum áður en ég tók þessa ákvörðun...En allavega er of seint að hætta við núna og kannski er það gott. Tíminn leiðir það í ljós eins og oftast.  En nóg um þær pælingar. Við Bjarni vorum að spá i að skella okkur á eina árshátíð í maí. það er reyndar ekki alveg ákveðið en gæti orðið mjög gaman. Við ætluðum reyndar að fara í sumarbústað eina helgi með fjölskyldunni hans Bjarna en við verðum að fresta því þar sem Bjarni þarf að skreppa til London á eitt stykki fund. Ég er eiginlega alltaf að bíða eftir því að fá fundarboð frá London eða einhverju skemmtilegu útlandi hehe... ég er að reyna að secreta þetta til mín, það hlýtur að takast á endanum...Ég er búin að sitja við það síðustu daga að reyna að skipuleggja einver skemmtileg ferðalög innanlands í sumar og ef að einhver sem les þetta hefur góðar ábendingar væru þær vel þegnar. Ekki það að það sé svo erfitt að finna staði sem er skemmtilegt að skoða bara alltaf gaman að fá hint frá öðrum. En þetta er gott i bili ég vona að allir sem ég þekki eigi eftir að eiga góða helgi Heart.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að við eigum eftir að verða ánægðar á morgun - við skulum trúa því.

Sjáumst þá skvís

KV.

Bifrastarblondinan

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband