Eigum við ekki að fá okkur hraðlestir.... hingað

Góðan daginn. Ég er ekki að grínast en ég held að ég hafi slegið met í maraþon-akstri í þessum mánuði. það er bara ekkert öðru vísi en það að ég er búin að fara 2 og hálfan hring í kringum landi í þessum mánuði. Hver öfundar mig?? hehe. Ástæðan fyrir þessum langa akstri er engan vegin sú að ég hafi gaman af þvi að keyra, neibbsss bara engan vegin en þannig er mál með vexti að ég hef verið að bruna austur á Egilsstaði til þess að laga húsið mitt sem er á Reyðarfirði. Það var sem sagt að koma úr leigu og  leit engan vegin vel út eftir það.  En með góðri og mikilli hjálp frá honum Bjarna tókst að parketleggja allt húsi og mála og dytta að því sem þurfti.  Þegar öllu þessu var lokið langaði mig hreinlega að flytja inn sjálf, það var bara þannig. En nú eru bara komnir íbúar i húsið mitt aftur sem ég er reyndar óskaplega ánægð með og bara ánægð með. Ég var einmitt að hugsa um það á meðan á þessu ferðalagi stóð hjá mér, af hverju í ósköpunum eru ekki hraðlestar á Íslandi??? Bara skella sér upp í lest með góða bók og bjór og ferðast yfir landið á örfáum klukkutímum fyrir sanngjarnt verð... þetta hljómar ferlega vel er það ekki. Fyrst það er hægt að kaupa rokdýra ferju til Grímseyjar þar sem búa bara örfáir og alltaf fer þeim fækkandi ja hvað er þá ekki hægt ? Maður bara spyr sig. Kannski að þessir þjóðkjörnu partýgosar sem sitja á þingi og afreka mest lítið og þá það einna helst að skipa nefndir sem á fullum launum, skila engum niðurstöðum eftir margra mánaða eða ára vinnu, já og ef þeir skila niðurstöðum þá eru þær oftast á þær leið að það borgi sig ekki að breyta neinu eða gera neitt, geti nú fengið þá skemmtilegu hugmynd að spreða almannafé í hraðlestir haha. Eftir allan þennan akstur og miðað við það verð sem okkur er boðið upp á að borga fyrir innanlands-flug þá finnst mér þetta góð hugmynd. Sýnist svo sitt hverjum...... En nóg um það. Margt getur komið manni á óvart, ég skal nú segja ykkur það. Ég sem sagt skellti mér í próf í skaðabótarétti eftir allt þetta ferðalag, ólesin og gjörsamlega í svefnrofa þar sem ég kom ekki hingað fyrr en um nóttina og viti menn, mér bara gekk svona ágætlega. Kannski maður ætti bara að mæta í fleiri próf í þessu ástandi. Eða bara að vera ánægður með að þetta skildi lukkast í þetta sinn, það er kannski skynsamlegra.

Óneitanlega finnur maður það á sér að sumarið er í nánd.  Ég held að líðan manns endurspegli það best jafnvel þó svo að veturinn sé ekkert síður minn tími. En einhvernvegin er það þannig að lengri dagur og betra veður er vítamín fyrir sálartetrið hjá manni. Ég var einmitt að brosa af því að allir þessir vorboðar í kringum mann gera það að verkum að maður fer að gera fullt af plönum, setja sér markmið í sambandi við eitt og annað og allur bara að lifna við. Ég tók til dæmis þá ákvörðun að fá mér aukavinnu sem er nauðsynlegt eftir allar framkvæmdir í húsinu mínu. Og það var nú allt vesenið bara eitt símtal og málinu reddað. Ég var búin að mikla þetta fyrir mér heilósköp og vissi hreinlega ekkert hvar ég ætti að byrja að leita og bla bla. En svo bara ákvað ég að nú væri þetta orðið fínt og dreif í því að athuga með þetta og eftir eitt símtal var allt gengið upp. Ótrúlegt en ég finn líka fyrir því að mig hlakkar pínu til. Vera innan um fullt af fólki, kynnast nýjum, tala um eitthvað annað en námið og bara svo hitt og þetta.  Ég held ég hafi hreinlega þörf fyrir þetta af fleiri ástæðum en þeirri að afla mér auka tekna. Kannski á annað eftir að koma í ljós og ég að gera meiri væntingar en ástæða er til en það verður þá bara að koma í ljós. Ég er nú loksins að gera mér grein fyrir því að þegar ég kom hingað í þennan skóla var ég svo þreytt á sál og líkama að ég hreinlega orkaði ekki meir. Einveran var mér að mörgu leiti nauðsynleg þannig að ég var lítið með í félagslífinu hér. Ég þurfti bara hvíld. Áður á hótelinu mínu var maður alla daga  i endalausum samskiptum og kynntist svo mikið af fólki, allskonar fólki bæði yndislegu og leiðinlegu. Sumir farnir að koma heim til manns í kaffi eða að hringja og láta vita að þeir væru á leiðinni og hvort maður væri ekki að vinna og mundi hitta á þá og svo frv. Það var að sjálfsögðu svo skemmtilegt að upplifa þennan tíma og lærdómsríkt og þarna kynntist ég mörgum frábærum manneskjum.  En of mikil vinna og margskonar streita og álag urðu til þess að ég gafst upp. Ég gat bara ekki meira hvort sem ég vildi eða ekki. Þvílik uppgjöf hélt ég að væri ekki til. Nú finn ég að ég hef hvílt mig vel, gert upp þennan tíma, virkilega sátt við það sem ég er að gera og allar mínar aðstæður og þær sem ég er ekki sátt við í dag er ég að vinna í að breyta enn frekar og ég veit að það á eftir að skila fullum árangri. Nú er bara málið að koma sér út úr skelinni og það er það sem ég verð að fara að glíma við núna og ekki seinna en núna. Ég held einmitt að af þeirri ástæðu sé svo fínt að prófa aðeins að vinna með skólanum og segja bless við drauga fortíðarinna, kynnast bara nýju  fólki  og bara aðeins að ögra sjálfum sér með því að opna þá skel sem maður skreið inn í á sínum tíma og hefur aldrei viljað né þorað að opna. Já alla vega hlakkar mig bara til þessara tilbreytingar án gríns..... En nú verð ég að halda áfram að lesa og glósa. Það hefur nefnilega gengið mjög vel undanfarið og ég ætla að halda dampi og halda svona áfram fram að helgi ...............er það ekki briljant plan????

En allir saman nú:

sumarið er komið dú dú dú dú  ,,,,,svona á það að vera dú dú dú dú og svo frv.....

Eigið góðan dag alla næstu daga´

kv Anna Sigurbjörg.

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband