Gleðilegt sumar...........

jæja nú fer þessari önn senn að ljúka... föstudagurinn er stóra stundin mín á þessu augnabliki því að þá fer ég í mína fyrst málsvörn.... Eins og líðanin er í dag þá finnst mér hún ætla að ganga að mér dauðri. Ég er búin að lesa 20 greinar um efnið og hitt og þetta en svei mér þá eins og ekkert sitji eftir og hræðslan við að geta ekki svarað og gera sig að fífli er að ganga frá mér. Úff hvað ég öfunda þá sem eru á sinni síðustu málsvörn þessa dagana.  Annars held ég að þessi tími sem er að ganga í garð núna verði minn tími eða alla vega að hann nálgist óðum.  Ég hef haft gríðalega þörf fyrir einveru upp á síðkastið enda margt að brjótast í mér t.d hvað varðar námið. Ég veit að til þess að ég geti virkilega notið þess að læra hér verð ég að læra  námstækni og svo að temja mér miklu betra skipulag og sjálfsaga.  Auðvitað er ég búin að heita sjálfri mér því að standa mig miklu betur á næstu önn og leggja mig hundrað prósent fram. En það er alltaf svo auðvelt að lofa en erfiðara að standa við. Þarna  er engu öðru líst en gríðalegum skorti á sjálfsaga.  Ég öfunda þetta fólk hér í skólanum og dáist að þvi jafnframt sem er svona duglegt, stendur sig alltaf svo vel, er að gera alla hluti hundrað prósent og er alltaf hetjur hverrar annar.  Þetta fólk er sko magnað og einmitt þarna vill ég vera það er ekki spurning en stundum finnst mér ég hreinlega ekki kunna að nálgast þetta markmið og draum. 

Ég hef vellt því fyrir mér undanfarið hvað það er bagalegt fyrir fólk að  skorta sjálfstraust og vera  haldið minnimáttarkennd.  Þessir kvillar eru ekki betri en aðrir kvillar og geta haft gríðaleg áhrif á það hvað maður gerir, hvernig manni gengur ásamt svo mörgu öðru. Eiginlega ætti að vera til plástur til þess að lækna svona kvilla. haha spáið í það bara líma yfir svona óþarfa með fínum plástri og vandamálið úr sögunni. það væri magnað ef það væru til svona einfaldar og skemmtilegar lausnir á svona vandamálum. já  bara algjört æði. 
Afhverju reynir ekki einhver að finna upp svona eitthvað að sama skapi og sjálfvirkan ryksuguróbót sem dæmi?? það yrði sko klikkuð sala í svona plástri t.d. Kannski hef ég gefið einhverjum góðum uppfinningarmanni magnaða hugmynd. Ekki slæmt.

Já en enga að síður þá er sumar í lofti enda sumardagurinn fyrsti á morgun. Hér á Bifröst verður vonandi fjöldin allur af gestum á morgun en svona til útskýringar þá er opin dagur hér og gestum og gangandi velkomið að koma og skoða skólann og bara allan pakkann..... Hér tóku allir sig saman bæði börn og fullornir við að snyrta og tína rusl hér utan dyra sem svo síðan endaði með voða fínni grillveislu.  Ég var einmitt að hugsa um það í dag að fyrir tæpum þremur árum síðan  bjó ég austur  á landi hlustaði á einhvern útvarpsmann sem var með beina útsendingu frá þessum opna degi á bifröst. Og mig langaði svo að fara og skoða og sjá. Einmitt á þessum tíma var mig búið að dreyma um að að komast í skóla hingað og og mörg kvöld sat ég við tölvuna  og velti því fyrir mér hvort ég ætti að sækja um.  Svo kom að þvi einn góðan veðurdag ........... já svona er nú þetta og hingað er ég komin.  jæja það er best að fara að snúa sér að lestrinum aftur  og lesa eitthvað fram eftir kvöldi. Svona að lokum gleðilegt sumar allir saman og vonandi verður endalaus sól og blíða í sumar.

kveðja til allra Anna SHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Ég skil þessa líðan þína 100%

Við lesum bara í dag og á morgun og rúllum þessu upp eins og ekkert sé.  Þangað til verðum við bara með fiðrildin í maganum.  Hvernig væri að við færum á eina málsvörn á morgun- ég ætla allaveganna að rífa mig á fætur um 8 og horfa á eins og eitt stykki.

Knúsur á þig kæra vinkona

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 24.4.2008 kl. 00:00

2 identicon

hey ég vissi ekki að þú værir með síðu :þ komin annar fastastaður til að skoða ;)

En skil þig svo vel, finnst alltaf allir aðrir gera betur en ég :S

Lallý (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband