NÝTT.... AFTUR

Góðann og blessaðan daginn..... Ég held að það sé komið sumar...alla vega í bili.... Er það ekki frábært. Hér á Bifröst hefur verið frábært veður í nánast allan dag. Hlýtt fram úr hófi þó ekki sól nema að litlu leyti og smá volg gola öðru hverju. Getur það verið betra. það sem er að gerast hér hjá nemendum á Bifröst í lögfræðideild, er það einna helst  í fréttum að við erum að fara að taka próf í skaðabótarétti. Við höfum lokið fyrirlestrum með honum Birgir, en það skal tekið fram að hann er bara skemmtilegur kennari. Það væri ekki leiðinlegt ef það væri hægt að nota copy-paste á svona tappa og bara skella þeim inn sem kennurum í öllum fögum... hm já eða flestum. En ótrúlegt hvað  fyrirlesarinn skiptir miklu máli. Í raun er það þannig að það er í hans hendi hvort námsefnið verður hundleiðinlegt, ágætt eða mjög skemmtilegt. Gott dæmi um þetta er þegar hann Sigurður Arnalds kenndi okkur samningarétt sem getur nú ekki talist skemmtilegt fag þó svo að það sé ekki endilega leiðinlegt fag, bara svolítið snúin og pínu þreytandi á köflum. En karlinum tókst að gera tímana svo skemmtilega, í alla staði. þetta hefði verið síðasti tíminn sem maður hefði skrópað i ....ekki spurning. Það er svo greinilega ekki allra að kenna á þennan hátt eða að halda fyrirlestra og skrítið að það skuli ekki gerðar verulegar kröfur til þeirra sem taka að sér að kenna t.d hér í þessum Háskóla að þeir kunni og geti komið efninu vel frá sér og hafi hæfileika að geta gert það áhugaverðarara og meira spennandi. Á þeim tveimur árum sem ég hef verið hér er eitt af því sem ég hef lært að sumum fyrirlesurum tekst ekki þetta fyrrnefnda. því miður. En nóg um það

Ég tók mig til og skellti mér í vinnu um helgina. Ég fór að vinna á veitingastað niður í bæ. Ég byrjaði á föstudaginn og ég verð nú að segja að það var ekkert sérstaklega ljúfur dagur. Við fengum einn af þessum frægu hópum,,s.s útskriftanema úr kennaraskólanum og ég held að það sé alveg pottþétt að það liggur ekki fyrir þessu fólki að kenna mannasiði. Ég allavega vona ekki svona þjóðarinnar vegna. Eg mundi nú ekki bjóða í þá kynslóð sem ætti að nema góða siði af þessu fólki. Hér var eitthvað allt annað í gangi en góðir siðir og kurteisi. Eiginlega verð ég að segja að þetta fólk var leiðinlegt. það var með hroka, stæla,dónalegt og frekju. Mér var svo hugsað til þess sem mér finst  broslegt því að í síðustu kjarabaráttu vatt róni sér að kennarahóp sem hafði safnast saman  í tilefni af kjarabaráttu sem þeir stóðu í og hvatti þá áfram og tilkynnti að hann stæði með þeim. Við nánari umræðu við rónan kom í ljós að hann vissi um hvað hann var að tala því að bæturnar hans voru nánst  jafn háar og grunnlaun kennara en rónin var með þúsund krónum lærra á mánuði. Er þetta ekki allt í samræmi. Og í kvikindisskap mínum gat ég ekki annað en hugsað um það meðan þessi athyglisverði hópur útskriftanema lét ljós sitt skína að sennilega væru það þeirra síðust forvöð áður en þau greyin færu á rónataxtan já og eftir alla þessa fyrirhöfn s.s nám í mörg ár. Happy 
En svona er nú þetta en til þess að gera þetta ennþá skemmtilegra þá var ég að vinna á laugardagskvöldið og þá kom líka stór hópur. hann var sko bara skemmtilegur út í gegn, greinilega komin til þess að njóta lífsins og hafa það gaman og gerði það svo sannarlega.  Frábært fólk. Eiginlega fannst mér eftir á að hyggja svolitið gaman að fá þessa hópa báða þar sem þeir voru magnaðar andstæður, bara svart og hvítt. Magnað að sjá hvað fólk ber með sér hvers konar típur það er og hvers konar stemming er í gangi. ótrúlegt. En hvað sem því líður þá var bara yndislegt að fara og vinna smávegis. Hitta nýtt fólk, breyta um umhugsunarefni og umhverfi. já þetta var bara æðislegt og hefði ekki getað verið mikið betra og skemmtilegra. Svo er bara starfsmannapartý næstu helgi.......og það er ekkert leiðinlegt eða það finnst mér ekki. hehe....eiginlega verð ég að skella mér..er það ekki ???   það er svo langt síðan ég hef farið út að skemmta mér og í partý ...... það er sko heil eilífð..... Ég held  það sé  skaðlegt að fara ekki út...með skemmtilegu fólk að sjálfsögðu..

 Eigið góðan dag.

Með bestu kveðju Anna S

Eigið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Ég er ekkert smá sammála þér með kennarana og fyrirlestra.  Þó að Siggi Arnalds hafi kennt á föstudagsmorgnum, og því tilvalið að skrópa, þá held ég að ég hafi ekki misst af einum fyrirlestri hjá honum.....Að vísu missti ég af einum fyrirlestri hjá Birgi ....svaf yfir mig(skelfilegt að viðurkenna þar sem hann byrjar ekki fyrr en 9:30)

Líst vel á þetta hjá þér Anna- þú ert svo frábær!!!

Kv.

Dísan

Dísaskvísa, 14.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband