Það styttist í jólafríið.

Góðan daginn allir saman nær og fjær. það er svo langt síðan að ég hef bloggað að það er engu lagi líkt. Nú eru búin prófin mín í bili og  það sem tekur við fram að jólum er hið bráðskemmtilega misserisverkefni. Við erum 6 manna hópur sem ætlum að vinna saman í ár, allt saman konu í þetta sinn. Viðfangsefni okkar er mjög spennandi og kemur á óvart gott fólk en það tengist atburðum liðinna mánaða, setningu neyðarlaga og framv  Woundering já það hljóta allir að vera pínu hissa.  En gott um það, jólafríið blasir við okkur hvorki fyrr né seinna en 12 desember. Þessi dagur er hreinlega greipaður í huga mér og það fyrsta sem ég hugsa þegar ég vakna og síðasta áður en ég fer að sofa. það verður bara svo indælt að komast í sveitina góðu fyrir austan. Ekki það að sveitin hér sé ekki fín ó jú heldur betur en bara ekki eins og þessi fyrir austan. Núna um helgina skelltum við Ísar Karl okkur í Reykjavíkina og hittum systur mínar og við s.s framkvæmdum þann árlega gjörning að baka sörur fyrir jólin.  Þetta er svo skemmtilegt að hálfa væri nóg en sko það er eitt í þessu, það er það að mínar sörur verða alltaf öðruvísi en hjá hinum.. Gæti það verið út af því að þær eru bara svo helv   flínkar við allt sem við kemur matagerð og bakstri???? Hugsanlega.  Já vel á minnst þær bökuðu þessar líka fallegu sléttu sörur allar alveg eins, þunnar og rennisléttar og fallegar, en heyrðu svo komu mínar og þær voru svona bollur frekar litla og þykkar já ekki beint eða jú eiginlega hreint og beint klessurSick þær líta svolítið út eins og þær hafi orðið til í eldgosi...en þær eru samt rosalega góðar og kannski er þetta allt í lagi það stendur nú ekkert til að senda þær í neina fegurðarsamkeppni. Ég verð nú að segja ykkur fréttir að fallegasta barni sem fæðst hefur. Já en ekki hún litla mín, Emilía Alís. Hún er undrabarn allt sem hún gerir er bara ótrúlegt eða það finnst mér allavega. Hún er svo falleg þessi dúlla og svo er hún svo dugleg. Núna er hún í ungbarnasundi og ég er ekki að grínast í ykkur að hún er eina barnið sem grætur ekki þó hún sé sett á kaf og allt hvaðeina (hehe eða ég sko eiginlega alveg viss um það)  Ég reyndar ætlaði nú að sýna svakalega góða takta og passa hana á laugardagskvöldið en þegar hún var búin að vekja allt Breiðholtið og Ísar kvartaði sáran yfir höfuðverk og flökurleika vegna hávaða  þá var ákveðið að  mamma hennar kæmi heim og spjallaði aðeins við hana og ég get svo sagt ykkur það að leið og hún heyrði rödd mömmu sinnar snar þagnaði og hóf upp rödd sína í fallegt ungbarna hjal og ég er ekki að grínast. Ég var reyndar pínu móðguð við hana að láta svona við mig ég ætlaði nú heldur betur að slá í gegn og sina foreldrum hennar hvað hún væri ánægð að vera hjá mér....En okey það fór sem fór en ég er viss um að næst verður hún eins og lamb og vill hvergi vera annarsstaðar en hjá mér. LoL  Hvað varðar undibúning fyrir jólin þá er hann svona í lágmarki en ég er mikið búin að hugsa um hann, það er nú alltaf fyrsta skrefið eða er það ekki ??  en vel á minnst ég held að maður hugsi pínu öðruvisi fyrir þessi jól en jól síðustu ára. við búum við það að allar aðstæður okkar eða okkra flestra alla vega hafa breyst. Allt hefur hækkað nema kannski launin okkar alla vega ekki námslánin.  Margir eru atvinnulausir eða að eiga það á hættu að missa vinnuna. Margir óvissuþættir hjá okkur mörgun.  Já mér fannst það annsi magnað nú rétt fyrir helgi þegar hann Geir okkar eini sanni taldi að það væri mikilvægt að ríkistjórnin héldi velli til þess að raska ekki stöðugleika. Ja manni er nú spurt. á ekki svona fólk að vera á lyfjum ??? Hvað meinar hann,  stöðuleika hvað ? Já og svo að hann væri viss um að sjálfstæðisflokkurinn mundi  ekki skaðast af þessu öllu, nema þá mjög tímabundið. Ætli það séu engin takmörk fyrir því hvernig þetta ágæta fólk vogar sér að tala við almenning.  Annað slíkt dæmi er Björn Bjarnason þegar einhverjir ágætis ríkisborgar misstu sig augnablik og misstu eitthvað smotterí á ráðherrabílin (kannski ætlað að færa garminum eitthvað matarkyns svo hann mundi ekki svelta í kreppunni). já þá segir hann að honum finnist trúlegt að menn nái að koma ríkistjórninni frá með þessum hætti. Vá hroki 2008,,,eða hvað,  skilur þessi asni ekki að allur sá hópur manna sem safnast um hverja helgi niðri í miðbæ er að mótmæla meðal annar vinnubrögðum og framgöngu hans og stjórnvalda almennt. það er sem ég segi ef fólk skilur ekki svona skilaboð hvað er þá að.  Já það er hreinlega ótrúlegt hefur viðgengist  og hvað viðgengst  hér á okkar litla landi.  Einhver vegin er mín tilfinning sú að þrátt fyrir að margt umdeilt, óhreint, ómálefnalegt,  kol ólöglegt og gjörsamlega siðlaust niður fyrir ystu mörk helvítis  hafi komið í ljós og eigi eftir að koma í ljós þá breytist ekkert. Sjáið til það er sama vitleysan byrjuð upp á nýtt. Hvernig er með ráðningar i þær stöður sem orsakast af yfirtöku á bönkunum ??  Nú en og aftur verið að hygla sínum eða er það ekki svolítið þannig ? Hvernig er með laun þessara aðilla ?? eru þau í takt við það sem er að gerast í þjóðfélagnu ??? ég býst nú við að það séu skiptar skoðanir á því en  mín skoðun er sú að það er hreinlega verið að gambla með fé almennings eina ferðina enn. Væri ekki nær að þetta fólk sæti við sama borð aðrir?  Hverjum dettur í hug að sá sem fær  tæplega 2 og upp í nær 3 miljónir í tekjur á mánuði eigi eftir að finna jafnt og hinn almenni borgari fyrir hækkandi  verði afborganna , verði á nauðsynjavörum, verði  á afþreyjingu og tómstundum og öllu hinu.  Og þar að auki er hluti þessara fólks, sem nú hefur verið ráðið í þessar yfirmannastöður hreinlega ekki að öllu hvítþvegið af þvi að hafa verið virkir þátttakendur í öllu ruglinu áður en aldan skall á. Ég held að þetta hljóti að vera mjög merkileg aðstaða sem hér hefur skapast bæði fyrir setningu neyðarlaga og eftir s.s núna. Það gæti verið gaman ef hægt væri  (sem er nú ógerlegt) að sviðsetja sambærilegan atburð i einhverju norðulandanna. Mín tilfinning er sú að þar hefði verið öðruvísi tekið á málum og ráðamenn þeirra þjóða ekki komist upp með að horfa hvern á annan tómum starandi augum og yfta öxlum þegar leitað er svara.   Hvað haldið þið ???  

jæja gott í bili. Vonandi eiga allir eftir að eiga góða og ánægjulega viku..

Sæl að sinni

Anna Sigurbjörg.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Heyr heyr Anna!!

Gaman að sjá þig í bloggheimum og vertu nú duglegri að blogga.  Ég er Sörusérfræðingurinn mikli og ég held að þú ættir að bjóða mér í kaffi og nokkrar með því og ég skal taka sörurnar út fyrir þig.  HE HE

Sit hér inn í Exó að skrifa um tilskiparnir, lög og sjóði JJJJJIIIIIBÍÍÍÍ!!!!

Dísaskvísa, 29.11.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband