11.4.2008 | 10:40
Mítt fyrsta blogg
jæja nú er mitt fyrsta blogg að fæðast. Engin smá lífsreynsla . Eins og staðan er í dag þá á ég að vera að vinna í missó verkefninu mínu en ákvað að taka mér smá pásu og starta bloggsíðu í staðinn. En víkjum að öðru. Hér er yndislegt veður í sveitinni og ég held að sumarið sé á næsta leiti. það væri reyndar vel þegið eftir langan og snjóþungan vetur að fá æðislegt sumar. Í dag ætla ég ásamt fjölskydunni minni að koma mági okkar á óvart með skemmtilegri gjöf. Hann á stórafmæli karlin en ætlar að arka upp á Snæfellsjökul með familíuna í stað þess að halda veislu. Mjög gott mál. Þannig að nú er málið að ná honum í dag til þess að syngja fyrir hann og afhenda honum gjöf áður en þau leggja af stað. þetta verður spennandi. . jæja þetta verður að duga í dag.
Eigið góðan dag. Anna S
Athugasemdir
Vona að helgin hafi verið góð hjá þér- sjáumst á morgun-klárar í slaginn
Kv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 13.4.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.