24.11.2008 | 01:46
Það styttist í jólafríið.
Góðan daginn allir saman nær og fjær. það er svo langt síðan að ég hef bloggað að það er engu lagi líkt. Nú eru búin prófin mín í bili og það sem tekur við fram að jólum er hið bráðskemmtilega misserisverkefni. Við erum 6 manna hópur sem ætlum að vinna saman í ár, allt saman konu í þetta sinn. Viðfangsefni okkar er mjög spennandi og kemur á óvart gott fólk en það tengist atburðum liðinna mánaða, setningu neyðarlaga og framv já það hljóta allir að vera pínu hissa. En gott um það, jólafríið blasir við okkur hvorki fyrr né seinna en 12 desember. Þessi dagur er hreinlega greipaður í huga mér og það fyrsta sem ég hugsa þegar ég vakna og síðasta áður en ég fer að sofa. það verður bara svo indælt að komast í sveitina góðu fyrir austan. Ekki það að sveitin hér sé ekki fín ó jú heldur betur en bara ekki eins og þessi fyrir austan. Núna um helgina skelltum við Ísar Karl okkur í Reykjavíkina og hittum systur mínar og við s.s framkvæmdum þann árlega gjörning að baka sörur fyrir jólin. Þetta er svo skemmtilegt að hálfa væri nóg en sko það er eitt í þessu, það er það að mínar sörur verða alltaf öðruvísi en hjá hinum.. Gæti það verið út af því að þær eru bara svo helv flínkar við allt sem við kemur matagerð og bakstri???? Hugsanlega. Já vel á minnst þær bökuðu þessar líka fallegu sléttu sörur allar alveg eins, þunnar og rennisléttar og fallegar, en heyrðu svo komu mínar og þær voru svona bollur frekar litla og þykkar já ekki beint eða jú eiginlega hreint og beint klessur þær líta svolítið út eins og þær hafi orðið til í eldgosi...en þær eru samt rosalega góðar og kannski er þetta allt í lagi það stendur nú ekkert til að senda þær í neina fegurðarsamkeppni. Ég verð nú að segja ykkur fréttir að fallegasta barni sem fæðst hefur. Já en ekki hún litla mín, Emilía Alís. Hún er undrabarn allt sem hún gerir er bara ótrúlegt eða það finnst mér allavega. Hún er svo falleg þessi dúlla og svo er hún svo dugleg. Núna er hún í ungbarnasundi og ég er ekki að grínast í ykkur að hún er eina barnið sem grætur ekki þó hún sé sett á kaf og allt hvaðeina (hehe eða ég sko eiginlega alveg viss um það) Ég reyndar ætlaði nú að sýna svakalega góða takta og passa hana á laugardagskvöldið en þegar hún var búin að vekja allt Breiðholtið og Ísar kvartaði sáran yfir höfuðverk og flökurleika vegna hávaða þá var ákveðið að mamma hennar kæmi heim og spjallaði aðeins við hana og ég get svo sagt ykkur það að leið og hún heyrði rödd mömmu sinnar snar þagnaði og hóf upp rödd sína í fallegt ungbarna hjal og ég er ekki að grínast. Ég var reyndar pínu móðguð við hana að láta svona við mig ég ætlaði nú heldur betur að slá í gegn og sina foreldrum hennar hvað hún væri ánægð að vera hjá mér....En okey það fór sem fór en ég er viss um að næst verður hún eins og lamb og vill hvergi vera annarsstaðar en hjá mér. Hvað varðar undibúning fyrir jólin þá er hann svona í lágmarki en ég er mikið búin að hugsa um hann, það er nú alltaf fyrsta skrefið eða er það ekki ?? en vel á minnst ég held að maður hugsi pínu öðruvisi fyrir þessi jól en jól síðustu ára. við búum við það að allar aðstæður okkar eða okkra flestra alla vega hafa breyst. Allt hefur hækkað nema kannski launin okkar alla vega ekki námslánin. Margir eru atvinnulausir eða að eiga það á hættu að missa vinnuna. Margir óvissuþættir hjá okkur mörgun. Já mér fannst það annsi magnað nú rétt fyrir helgi þegar hann Geir okkar eini sanni taldi að það væri mikilvægt að ríkistjórnin héldi velli til þess að raska ekki stöðugleika. Ja manni er nú spurt. á ekki svona fólk að vera á lyfjum ??? Hvað meinar hann, stöðuleika hvað ? Já og svo að hann væri viss um að sjálfstæðisflokkurinn mundi ekki skaðast af þessu öllu, nema þá mjög tímabundið. Ætli það séu engin takmörk fyrir því hvernig þetta ágæta fólk vogar sér að tala við almenning. Annað slíkt dæmi er Björn Bjarnason þegar einhverjir ágætis ríkisborgar misstu sig augnablik og misstu eitthvað smotterí á ráðherrabílin (kannski ætlað að færa garminum eitthvað matarkyns svo hann mundi ekki svelta í kreppunni). já þá segir hann að honum finnist trúlegt að menn nái að koma ríkistjórninni frá með þessum hætti. Vá hroki 2008,,,eða hvað, skilur þessi asni ekki að allur sá hópur manna sem safnast um hverja helgi niðri í miðbæ er að mótmæla meðal annar vinnubrögðum og framgöngu hans og stjórnvalda almennt. það er sem ég segi ef fólk skilur ekki svona skilaboð hvað er þá að. Já það er hreinlega ótrúlegt hefur viðgengist og hvað viðgengst hér á okkar litla landi. Einhver vegin er mín tilfinning sú að þrátt fyrir að margt umdeilt, óhreint, ómálefnalegt, kol ólöglegt og gjörsamlega siðlaust niður fyrir ystu mörk helvítis hafi komið í ljós og eigi eftir að koma í ljós þá breytist ekkert. Sjáið til það er sama vitleysan byrjuð upp á nýtt. Hvernig er með ráðningar i þær stöður sem orsakast af yfirtöku á bönkunum ?? Nú en og aftur verið að hygla sínum eða er það ekki svolítið þannig ? Hvernig er með laun þessara aðilla ?? eru þau í takt við það sem er að gerast í þjóðfélagnu ??? ég býst nú við að það séu skiptar skoðanir á því en mín skoðun er sú að það er hreinlega verið að gambla með fé almennings eina ferðina enn. Væri ekki nær að þetta fólk sæti við sama borð aðrir? Hverjum dettur í hug að sá sem fær tæplega 2 og upp í nær 3 miljónir í tekjur á mánuði eigi eftir að finna jafnt og hinn almenni borgari fyrir hækkandi verði afborganna , verði á nauðsynjavörum, verði á afþreyjingu og tómstundum og öllu hinu. Og þar að auki er hluti þessara fólks, sem nú hefur verið ráðið í þessar yfirmannastöður hreinlega ekki að öllu hvítþvegið af þvi að hafa verið virkir þátttakendur í öllu ruglinu áður en aldan skall á. Ég held að þetta hljóti að vera mjög merkileg aðstaða sem hér hefur skapast bæði fyrir setningu neyðarlaga og eftir s.s núna. Það gæti verið gaman ef hægt væri (sem er nú ógerlegt) að sviðsetja sambærilegan atburð i einhverju norðulandanna. Mín tilfinning er sú að þar hefði verið öðruvísi tekið á málum og ráðamenn þeirra þjóða ekki komist upp með að horfa hvern á annan tómum starandi augum og yfta öxlum þegar leitað er svara. Hvað haldið þið ???
jæja gott í bili. Vonandi eiga allir eftir að eiga góða og ánægjulega viku..
Sæl að sinni
Anna Sigurbjörg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 00:41
NÝTT.... AFTUR
Góðann og blessaðan daginn..... Ég held að það sé komið sumar...alla vega í bili.... Er það ekki frábært. Hér á Bifröst hefur verið frábært veður í nánast allan dag. Hlýtt fram úr hófi þó ekki sól nema að litlu leyti og smá volg gola öðru hverju. Getur það verið betra. það sem er að gerast hér hjá nemendum á Bifröst í lögfræðideild, er það einna helst í fréttum að við erum að fara að taka próf í skaðabótarétti. Við höfum lokið fyrirlestrum með honum Birgir, en það skal tekið fram að hann er bara skemmtilegur kennari. Það væri ekki leiðinlegt ef það væri hægt að nota copy-paste á svona tappa og bara skella þeim inn sem kennurum í öllum fögum... hm já eða flestum. En ótrúlegt hvað fyrirlesarinn skiptir miklu máli. Í raun er það þannig að það er í hans hendi hvort námsefnið verður hundleiðinlegt, ágætt eða mjög skemmtilegt. Gott dæmi um þetta er þegar hann Sigurður Arnalds kenndi okkur samningarétt sem getur nú ekki talist skemmtilegt fag þó svo að það sé ekki endilega leiðinlegt fag, bara svolítið snúin og pínu þreytandi á köflum. En karlinum tókst að gera tímana svo skemmtilega, í alla staði. þetta hefði verið síðasti tíminn sem maður hefði skrópað i ....ekki spurning. Það er svo greinilega ekki allra að kenna á þennan hátt eða að halda fyrirlestra og skrítið að það skuli ekki gerðar verulegar kröfur til þeirra sem taka að sér að kenna t.d hér í þessum Háskóla að þeir kunni og geti komið efninu vel frá sér og hafi hæfileika að geta gert það áhugaverðarara og meira spennandi. Á þeim tveimur árum sem ég hef verið hér er eitt af því sem ég hef lært að sumum fyrirlesurum tekst ekki þetta fyrrnefnda. því miður. En nóg um það
Ég tók mig til og skellti mér í vinnu um helgina. Ég fór að vinna á veitingastað niður í bæ. Ég byrjaði á föstudaginn og ég verð nú að segja að það var ekkert sérstaklega ljúfur dagur. Við fengum einn af þessum frægu hópum,,s.s útskriftanema úr kennaraskólanum og ég held að það sé alveg pottþétt að það liggur ekki fyrir þessu fólki að kenna mannasiði. Ég allavega vona ekki svona þjóðarinnar vegna. Eg mundi nú ekki bjóða í þá kynslóð sem ætti að nema góða siði af þessu fólki. Hér var eitthvað allt annað í gangi en góðir siðir og kurteisi. Eiginlega verð ég að segja að þetta fólk var leiðinlegt. það var með hroka, stæla,dónalegt og frekju. Mér var svo hugsað til þess sem mér finst broslegt því að í síðustu kjarabaráttu vatt róni sér að kennarahóp sem hafði safnast saman í tilefni af kjarabaráttu sem þeir stóðu í og hvatti þá áfram og tilkynnti að hann stæði með þeim. Við nánari umræðu við rónan kom í ljós að hann vissi um hvað hann var að tala því að bæturnar hans voru nánst jafn háar og grunnlaun kennara en rónin var með þúsund krónum lærra á mánuði. Er þetta ekki allt í samræmi. Og í kvikindisskap mínum gat ég ekki annað en hugsað um það meðan þessi athyglisverði hópur útskriftanema lét ljós sitt skína að sennilega væru það þeirra síðust forvöð áður en þau greyin færu á rónataxtan já og eftir alla þessa fyrirhöfn s.s nám í mörg ár.
En svona er nú þetta en til þess að gera þetta ennþá skemmtilegra þá var ég að vinna á laugardagskvöldið og þá kom líka stór hópur. hann var sko bara skemmtilegur út í gegn, greinilega komin til þess að njóta lífsins og hafa það gaman og gerði það svo sannarlega. Frábært fólk. Eiginlega fannst mér eftir á að hyggja svolitið gaman að fá þessa hópa báða þar sem þeir voru magnaðar andstæður, bara svart og hvítt. Magnað að sjá hvað fólk ber með sér hvers konar típur það er og hvers konar stemming er í gangi. ótrúlegt. En hvað sem því líður þá var bara yndislegt að fara og vinna smávegis. Hitta nýtt fólk, breyta um umhugsunarefni og umhverfi. já þetta var bara æðislegt og hefði ekki getað verið mikið betra og skemmtilegra. Svo er bara starfsmannapartý næstu helgi.......og það er ekkert leiðinlegt eða það finnst mér ekki. hehe....eiginlega verð ég að skella mér..er það ekki ??? það er svo langt síðan ég hef farið út að skemmta mér og í partý ...... það er sko heil eilífð..... Ég held það sé skaðlegt að fara ekki út...með skemmtilegu fólk að sjálfsögðu..
Eigið góðan dag.
Með bestu kveðju Anna S
Eigið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 21:16
Eigum við ekki að fá okkur hraðlestir.... hingað
Góðan daginn. Ég er ekki að grínast en ég held að ég hafi slegið met í maraþon-akstri í þessum mánuði. það er bara ekkert öðru vísi en það að ég er búin að fara 2 og hálfan hring í kringum landi í þessum mánuði. Hver öfundar mig?? hehe. Ástæðan fyrir þessum langa akstri er engan vegin sú að ég hafi gaman af þvi að keyra, neibbsss bara engan vegin en þannig er mál með vexti að ég hef verið að bruna austur á Egilsstaði til þess að laga húsið mitt sem er á Reyðarfirði. Það var sem sagt að koma úr leigu og leit engan vegin vel út eftir það. En með góðri og mikilli hjálp frá honum Bjarna tókst að parketleggja allt húsi og mála og dytta að því sem þurfti. Þegar öllu þessu var lokið langaði mig hreinlega að flytja inn sjálf, það var bara þannig. En nú eru bara komnir íbúar i húsið mitt aftur sem ég er reyndar óskaplega ánægð með og bara ánægð með. Ég var einmitt að hugsa um það á meðan á þessu ferðalagi stóð hjá mér, af hverju í ósköpunum eru ekki hraðlestar á Íslandi??? Bara skella sér upp í lest með góða bók og bjór og ferðast yfir landið á örfáum klukkutímum fyrir sanngjarnt verð... þetta hljómar ferlega vel er það ekki. Fyrst það er hægt að kaupa rokdýra ferju til Grímseyjar þar sem búa bara örfáir og alltaf fer þeim fækkandi ja hvað er þá ekki hægt ? Maður bara spyr sig. Kannski að þessir þjóðkjörnu partýgosar sem sitja á þingi og afreka mest lítið og þá það einna helst að skipa nefndir sem á fullum launum, skila engum niðurstöðum eftir margra mánaða eða ára vinnu, já og ef þeir skila niðurstöðum þá eru þær oftast á þær leið að það borgi sig ekki að breyta neinu eða gera neitt, geti nú fengið þá skemmtilegu hugmynd að spreða almannafé í hraðlestir haha. Eftir allan þennan akstur og miðað við það verð sem okkur er boðið upp á að borga fyrir innanlands-flug þá finnst mér þetta góð hugmynd. Sýnist svo sitt hverjum...... En nóg um það. Margt getur komið manni á óvart, ég skal nú segja ykkur það. Ég sem sagt skellti mér í próf í skaðabótarétti eftir allt þetta ferðalag, ólesin og gjörsamlega í svefnrofa þar sem ég kom ekki hingað fyrr en um nóttina og viti menn, mér bara gekk svona ágætlega. Kannski maður ætti bara að mæta í fleiri próf í þessu ástandi. Eða bara að vera ánægður með að þetta skildi lukkast í þetta sinn, það er kannski skynsamlegra.
Óneitanlega finnur maður það á sér að sumarið er í nánd. Ég held að líðan manns endurspegli það best jafnvel þó svo að veturinn sé ekkert síður minn tími. En einhvernvegin er það þannig að lengri dagur og betra veður er vítamín fyrir sálartetrið hjá manni. Ég var einmitt að brosa af því að allir þessir vorboðar í kringum mann gera það að verkum að maður fer að gera fullt af plönum, setja sér markmið í sambandi við eitt og annað og allur bara að lifna við. Ég tók til dæmis þá ákvörðun að fá mér aukavinnu sem er nauðsynlegt eftir allar framkvæmdir í húsinu mínu. Og það var nú allt vesenið bara eitt símtal og málinu reddað. Ég var búin að mikla þetta fyrir mér heilósköp og vissi hreinlega ekkert hvar ég ætti að byrja að leita og bla bla. En svo bara ákvað ég að nú væri þetta orðið fínt og dreif í því að athuga með þetta og eftir eitt símtal var allt gengið upp. Ótrúlegt en ég finn líka fyrir því að mig hlakkar pínu til. Vera innan um fullt af fólki, kynnast nýjum, tala um eitthvað annað en námið og bara svo hitt og þetta. Ég held ég hafi hreinlega þörf fyrir þetta af fleiri ástæðum en þeirri að afla mér auka tekna. Kannski á annað eftir að koma í ljós og ég að gera meiri væntingar en ástæða er til en það verður þá bara að koma í ljós. Ég er nú loksins að gera mér grein fyrir því að þegar ég kom hingað í þennan skóla var ég svo þreytt á sál og líkama að ég hreinlega orkaði ekki meir. Einveran var mér að mörgu leiti nauðsynleg þannig að ég var lítið með í félagslífinu hér. Ég þurfti bara hvíld. Áður á hótelinu mínu var maður alla daga i endalausum samskiptum og kynntist svo mikið af fólki, allskonar fólki bæði yndislegu og leiðinlegu. Sumir farnir að koma heim til manns í kaffi eða að hringja og láta vita að þeir væru á leiðinni og hvort maður væri ekki að vinna og mundi hitta á þá og svo frv. Það var að sjálfsögðu svo skemmtilegt að upplifa þennan tíma og lærdómsríkt og þarna kynntist ég mörgum frábærum manneskjum. En of mikil vinna og margskonar streita og álag urðu til þess að ég gafst upp. Ég gat bara ekki meira hvort sem ég vildi eða ekki. Þvílik uppgjöf hélt ég að væri ekki til. Nú finn ég að ég hef hvílt mig vel, gert upp þennan tíma, virkilega sátt við það sem ég er að gera og allar mínar aðstæður og þær sem ég er ekki sátt við í dag er ég að vinna í að breyta enn frekar og ég veit að það á eftir að skila fullum árangri. Nú er bara málið að koma sér út úr skelinni og það er það sem ég verð að fara að glíma við núna og ekki seinna en núna. Ég held einmitt að af þeirri ástæðu sé svo fínt að prófa aðeins að vinna með skólanum og segja bless við drauga fortíðarinna, kynnast bara nýju fólki og bara aðeins að ögra sjálfum sér með því að opna þá skel sem maður skreið inn í á sínum tíma og hefur aldrei viljað né þorað að opna. Já alla vega hlakkar mig bara til þessara tilbreytingar án gríns..... En nú verð ég að halda áfram að lesa og glósa. Það hefur nefnilega gengið mjög vel undanfarið og ég ætla að halda dampi og halda svona áfram fram að helgi ...............er það ekki briljant plan????
En allir saman nú:
sumarið er komið dú dú dú dú ,,,,,svona á það að vera dú dú dú dú og svo frv.....
Eigið góðan dag alla næstu daga´
kv Anna Sigurbjörg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 22:50
Gleðilegt sumar...........
jæja nú fer þessari önn senn að ljúka... föstudagurinn er stóra stundin mín á þessu augnabliki því að þá fer ég í mína fyrst málsvörn.... Eins og líðanin er í dag þá finnst mér hún ætla að ganga að mér dauðri. Ég er búin að lesa 20 greinar um efnið og hitt og þetta en svei mér þá eins og ekkert sitji eftir og hræðslan við að geta ekki svarað og gera sig að fífli er að ganga frá mér. Úff hvað ég öfunda þá sem eru á sinni síðustu málsvörn þessa dagana. Annars held ég að þessi tími sem er að ganga í garð núna verði minn tími eða alla vega að hann nálgist óðum. Ég hef haft gríðalega þörf fyrir einveru upp á síðkastið enda margt að brjótast í mér t.d hvað varðar námið. Ég veit að til þess að ég geti virkilega notið þess að læra hér verð ég að læra námstækni og svo að temja mér miklu betra skipulag og sjálfsaga. Auðvitað er ég búin að heita sjálfri mér því að standa mig miklu betur á næstu önn og leggja mig hundrað prósent fram. En það er alltaf svo auðvelt að lofa en erfiðara að standa við. Þarna er engu öðru líst en gríðalegum skorti á sjálfsaga. Ég öfunda þetta fólk hér í skólanum og dáist að þvi jafnframt sem er svona duglegt, stendur sig alltaf svo vel, er að gera alla hluti hundrað prósent og er alltaf hetjur hverrar annar. Þetta fólk er sko magnað og einmitt þarna vill ég vera það er ekki spurning en stundum finnst mér ég hreinlega ekki kunna að nálgast þetta markmið og draum.
Ég hef vellt því fyrir mér undanfarið hvað það er bagalegt fyrir fólk að skorta sjálfstraust og vera haldið minnimáttarkennd. Þessir kvillar eru ekki betri en aðrir kvillar og geta haft gríðaleg áhrif á það hvað maður gerir, hvernig manni gengur ásamt svo mörgu öðru. Eiginlega ætti að vera til plástur til þess að lækna svona kvilla. haha spáið í það bara líma yfir svona óþarfa með fínum plástri og vandamálið úr sögunni. það væri magnað ef það væru til svona einfaldar og skemmtilegar lausnir á svona vandamálum. já bara algjört æði.
Afhverju reynir ekki einhver að finna upp svona eitthvað að sama skapi og sjálfvirkan ryksuguróbót sem dæmi?? það yrði sko klikkuð sala í svona plástri t.d. Kannski hef ég gefið einhverjum góðum uppfinningarmanni magnaða hugmynd. Ekki slæmt.
Já en enga að síður þá er sumar í lofti enda sumardagurinn fyrsti á morgun. Hér á Bifröst verður vonandi fjöldin allur af gestum á morgun en svona til útskýringar þá er opin dagur hér og gestum og gangandi velkomið að koma og skoða skólann og bara allan pakkann..... Hér tóku allir sig saman bæði börn og fullornir við að snyrta og tína rusl hér utan dyra sem svo síðan endaði með voða fínni grillveislu. Ég var einmitt að hugsa um það í dag að fyrir tæpum þremur árum síðan bjó ég austur á landi hlustaði á einhvern útvarpsmann sem var með beina útsendingu frá þessum opna degi á bifröst. Og mig langaði svo að fara og skoða og sjá. Einmitt á þessum tíma var mig búið að dreyma um að að komast í skóla hingað og og mörg kvöld sat ég við tölvuna og velti því fyrir mér hvort ég ætti að sækja um. Svo kom að þvi einn góðan veðurdag ........... já svona er nú þetta og hingað er ég komin. jæja það er best að fara að snúa sér að lestrinum aftur og lesa eitthvað fram eftir kvöldi. Svona að lokum gleðilegt sumar allir saman og vonandi verður endalaus sól og blíða í sumar.
kveðja til allra Anna S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 23:08
Tímin líður hratt
Mikið rosalega líður tíminn hratt og kannski bara eins gott akkúrat núna...Satt að segja verður það voðalega gott þegar þessi helgi er liðin. Svo tekur mánudagurinn við sem er er eiginlega einn af þessum spennandi dögum en þá fáum við einkunnir síðustu annar.... spurning hvort það verður leiðinlegt eða skemmtilegt. En það kemur í ljós. það er alltaf spennandi að sjá hvernig maður uppsker eftir svona törn eins og þessi önn er búin að vera. Ég held ég hafi aldrei síðan ég byrjaði hér hugsað eins oft um það hvort þetta hafi verið röng ákvörðun að fara í skólan hér, eins og núna síðustu daga. Kannski hefði ég átt að klára fullt af öðrum málum áður en ég tók þessa ákvörðun...En allavega er of seint að hætta við núna og kannski er það gott. Tíminn leiðir það í ljós eins og oftast. En nóg um þær pælingar. Við Bjarni vorum að spá i að skella okkur á eina árshátíð í maí. það er reyndar ekki alveg ákveðið en gæti orðið mjög gaman. Við ætluðum reyndar að fara í sumarbústað eina helgi með fjölskyldunni hans Bjarna en við verðum að fresta því þar sem Bjarni þarf að skreppa til London á eitt stykki fund. Ég er eiginlega alltaf að bíða eftir því að fá fundarboð frá London eða einhverju skemmtilegu útlandi hehe... ég er að reyna að secreta þetta til mín, það hlýtur að takast á endanum...Ég er búin að sitja við það síðustu daga að reyna að skipuleggja einver skemmtileg ferðalög innanlands í sumar og ef að einhver sem les þetta hefur góðar ábendingar væru þær vel þegnar. Ekki það að það sé svo erfitt að finna staði sem er skemmtilegt að skoða bara alltaf gaman að fá hint frá öðrum. En þetta er gott i bili ég vona að allir sem ég þekki eigi eftir að eiga góða helgi .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 10:40
Mítt fyrsta blogg
jæja nú er mitt fyrsta blogg að fæðast. Engin smá lífsreynsla . Eins og staðan er í dag þá á ég að vera að vinna í missó verkefninu mínu en ákvað að taka mér smá pásu og starta bloggsíðu í staðinn. En víkjum að öðru. Hér er yndislegt veður í sveitinni og ég held að sumarið sé á næsta leiti. það væri reyndar vel þegið eftir langan og snjóþungan vetur að fá æðislegt sumar. Í dag ætla ég ásamt fjölskydunni minni að koma mági okkar á óvart með skemmtilegri gjöf. Hann á stórafmæli karlin en ætlar að arka upp á Snæfellsjökul með familíuna í stað þess að halda veislu. Mjög gott mál. Þannig að nú er málið að ná honum í dag til þess að syngja fyrir hann og afhenda honum gjöf áður en þau leggja af stað. þetta verður spennandi. . jæja þetta verður að duga í dag.
Eigið góðan dag. Anna S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)